Öryggisvika sjómanna Sundahöfn

Þorkell Þorkelsson

Öryggisvika sjómanna Sundahöfn

Kaupa Í körfu

Um borð í bátnum voru ma Sturla Böðvarsson samgönguráðherra, Guðmundur Hallvarðsson fmsamgöngunefndar Alþingis, Ragnhildur Hjaltadóttir skrifstofustjóri í samgönguráðuneytinu og Hermann Guðjónsson siglingamálastjóri ÖRYGGISVIKAN hófst á því að samgönguráðherra, formaður samgöngunefndar Alþingis, formaður siglingaráðs og siglingamálastjóri tóku þátt í björgunaræfingu í frífallandi björgunarbáti af Goðafossi, flutningaskipi Eimskips. Skipið lá við festar í Sundahöfn og stundvíslega klukkan 11 fyrir hádegi þeyttu íslensk skip flautur sínar í eina mínútu eins og mælst hafði verið til. Þeirra á meðal voru Goðafoss og Sæbjörgin, skólaskip Slysavarnafélags Íslands. Nokkrum mínútum síðar var björgunarbátnum varpað í sjóinn. Báturinn fór á bólakaf í höfninni með tilheyrandi gusugangi áður en hann skaust upp á yfirborðið aftur. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra sagði eftir á að ferðin hefði verið "mjög athyglisverð" og undirstrikaði jafnframt mikilvægi þess að björgunaræfingar af þessu tagi væru haldnar reglulega.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar