Guðni Sigurjónsson og Elínborg Kristinsdóttir

Golli/ Kjartan Þorbjörnsson

Guðni Sigurjónsson og Elínborg Kristinsdóttir

Kaupa Í körfu

Hjónin Guðni og Elínborg notuðu sumarfríið til að ganga á fjöll. HJÓNIN Elínborg Kristinsdóttir og Guðni Sigurjónsson, sem eru á sjötugsaldri, mæla með fjallgöngum í sumarfríinu, en saman gengu þau á fimm fjöll í sumar og frúin bætti við þremur að auki. Elínborg segir að þau hafi ferðast mikið um landið í sumarfríum sínum, en þetta hafi verið í fyrsta sinn sem þau hafi eytt tíma í fjallgöngur. Hún segist hafa tekið eftir lítilli bók á bensínstöð, Leiðabók UMFÍ, og gripið hana með sér, en þar hafi hún séð ýmsar merktar gönguleiðir í verkefninu "Fjölskyldan á fjallið" sem væri liður í átakinu "Göngum um Ísland". Þegar hún hafi farið að kynna sér þetta nánar hafi hún komist að því að búið hafi verið að setja póstkassa með gestabókum á fjölmörg fjöll víða um land og þar sem þau hafi ekki verið búin að skipuleggja sumarfríið nákvæmlega hafi þau ákveðið að ganga á nokkur fjöll og skrá nöfn sín í gestabækurnar á hæstu tindum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar