Tjarnargata 12

Sverrir Vilhelmsson

Tjarnargata 12

Kaupa Í körfu

Vinnuaðstaða borgarfulltrúa er meðal þess sem er að finna í Tjarnargötu 12. EKKI er svigrúm í Ráðhúsi Reykjavíkur til að taka við nýrri starfsemi sem bætist við í stjórnsýslu borgarinnar en langt er síðan byggingin var orðin of lítil fyrir starfsemi sína. Hluti hennar fer því fram í Tjarnargötu 12 eða gömlu slökkvistöðinni sem er gegnt Ráðhúsinu. Að sögn Ólafs Jónssonar, rekstrarstjóra Ráðhússins, kom fljótlega í ljós, eftir að Ráðhúsið var tekið í notkun, að það var ekki svigrúm í því fyrir þá starfsemi sem var talið eðlilegt að færi fram í ráðhúsi. Árið 1998 hafi Borgarendurskoðun flutt út úr húsinu og yfir í Tjarnargötu 12, sem er í eigu borgarinnar. "Um svipað leyti og tölvuþjónusta varð til þá fór hún þar yfir líka. Í dag eru borgarráðsfulltrúar með vinnuaðstöðu í gömlu slökkvistöðinni auk þess sem ný starfsemi, sem heitir Upplýsingatækniþjónusta Reykjavíkurborgar, er þar til húsa en hún tilheyrir Ráðhúsinu."

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar