Ingvar Þóroddsson

Kristján Kristjánsson

Ingvar Þóroddsson

Kaupa Í körfu

Ingvar Þóroddsson deildarlæknir á endurhæfingardeildinni á Kristnesi sagði að verkjaskólinn væri ætlaður fólki með langvinna verki, en þeir væru skilgreindir sem verkir sem truflað hefðu fólk í daglegu starfi í tvo mánuði hið minnsta. Áður er búið að ganga úr skugga um að alvarlegar orsakir liggi ekki að baki verkjunum, s.s. krabbamein. Í hverjum hópi eru 6-7 manns og tekur meðferð hvers hóps 7 vikur, þannig að fram að áramótum verða tveir hópar í skólanum. Endurhæfingardeildin er 10 ára gömul og sagði Ingvar að allan þann tíma hefði fólk komið á deildina vegna margvíslegra verkja. "En með því að setja upp þennan verkjaskóla komum við hlutunum í fastara form, við bjóðum upp á heilsteypta dagskrá með þátttöku fagfólks, sjúkraþjálfara, iðjuþjálfara, lækna, hjúkrunarfólks og félagsráðgjafa svo eitthvað sé nefnt," sagði Ingvar

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar