Íslensku barnabókaverðlaunin

Sverrir Vilhelmsson

Íslensku barnabókaverðlaunin

Kaupa Í körfu

"Tækifæri fyrir höfunda" HARPA Jónsdóttir hlaut í gær Íslensku barnabókaverðlaunin árið 2002 fyrir skáldsöguna Ferðin til Samiraka . Harpa tók við verðlaununum í Þjóðmenningarhúsinu í gær en bókin kom út á vegum Vöku-Helgafells á sama tíma. Þetta er í átjánda sinn sem Íslensku barnabókaverðlaunin eru veitt af Verðlaunasjóði íslenskra barnabóka. Alls bárust tuttugu handrit í keppnina í ár. MYNDATEXTI: Harpa Jónsdóttir tekur við verðlaununum hjá Pétri Má Ólafssyni. Harpa Jónsdóttir hlaut í dag Íslensku barnabókaverðlaunin árið 2002 fyrir bók sína Ferðin til Samiraka. Verðlaunasjóður íslenskra barnabóka veitti verðlaunin. Um er að ræða fyrstu bók höfundar og kom bókin út hjá Vöku-Helgafelli í dag, að því er kemur fram í fréttatilkynningu. Verðlaunaathöfnin fór fram í Þjóðmenningarhúsinu. Harpa er fædd 1965 og uppalin í Kópavogi. Þetta er frumraun Hörpu sem rithöfundar en hún er kennari að mennt og starfar sem grunnskólakennari á Ísafirði, segir einnig í tilkynningunni

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar