Breska bókmenntaþingið Háskólabíó

Þorkell Þorkelsson

Breska bókmenntaþingið Háskólabíó

Kaupa Í körfu

Bókmenntir eru sérstaklega gagnlegt verkfæri fyrir fólk til að ræða um hluti sem skipta það máli. Í gegnum bókmenntirnar geta komið upp umræðuefni sem endurspegla djúplæg hugðarefni og áhyggjumál fólks," segir Jon Cook, stjórnandi pallborðsumræðna Breska bókmenntaþingsins sem fram fóru síðastliðinn laugardag 21. september. Þema og yfirskrift bresku bókmenntahátíðarinnar var Þjóðin, sjálfsímyndin og skáldsagan, og í henni tóku þátt nafntogaðir breskir rithöfundar, þau Ian McEwan, Michele Roberts, Graham Swift og Bernadine Evaristo ásamt jafnmörgum íslenskum rithöfundum. Myndatexti: Þátttakendur í pallborðsumræðum á breskri bókmenntahátíð í Háskólabíói sl. laugardag voru rithöfundarnir Bragi Ólafsson, Graham Swift, Steinunn Sigurðardóttir (í hvarfi), Jon Cook, Sigurður Pálsson, Ian McEwan, Gerður Kristný, Bernadine Evaristo og Michele Roberts.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar