Discovery Channel

Discovery Channel

Kaupa Í körfu

Þáttagerðamenn á vegum sjónvarpsstöðvarinnar Discovery Channel í Kanada eru staddir hér á landi til að gera klukkutíma langan þátt um nýtingu jarðhita á Íslandi og vetnisrannsóknir. Myndatexti: Elliot Shiff og Michael Nolan eru heillaðir af því hvernig Íslendingar nota jarðhitann. Þeir skoðuðu tilraunaboranir Orkuveitu Reykjavíkur fyrir helgina og munu á næstu dögum m.a. heimsækja Nesjavelli, Svartsengi og Bláa lónið. Shiff á von á því að þátturinn verði sýndur í Kanada í vor og síðan seldur til Discovery-sjónvarpsstöðva um allan heim.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar