Hátíðarsýning á Hamlet

Skapti Hallgrímsson

Hátíðarsýning á Hamlet

Kaupa Í körfu

Komu ríðandi á hátíðarsýningu á Hamlet LEIKARAR í leiksýningunni Hamlet brugðu sér á hestbak fyrir sérstaka hátíðarsýningu á verkinu hjá Leikfélagi Akureyrar á laugardagskvöld. Tilefnið var margfalt afmæli, þess var minnst að Leikfélag Akureyrar er 85 ára, Akureyrarbær 140 ára og 400 ár eru frá því William Shakespeare skrifaði þetta frægasta verk leikbókmenntanna. Fóru leikarar af þessu tilefni ríðandi frá Samkomuhúsinu, eftir Drottningarbraut, Strandgötu og göngugötunni í Hafnarstræti að Samkomuhúsinu þar sem þeim var við komuna ákaft fagnað af áhorfendum og fleira fólki sem fylgdist með. Frumsýning var á föstudagskvöld og hátíðarsýningin á laugardag MYNDATEXTI. Sigurður Þ. Líndal og Arnbjörg Valsdóttir leggja af stað í reiðtúrinn. ( Hátíðarsýning á Hamlet hjá Leikfélagi Akureyrar laugardaginn 28. september 2002 - í tilefni 85 ára afmælis LA, 140 ára afmælis Akureyrarbæjar og 400 ára afmælis leikritsins. Flestir leikarar í sýningunni fóru í reiðtúr fyrir sýningu frá túninu neðan Samkomuhússins, norður Drottningarbraut, vestur Skipagötu að Ráðhústorgi, Hafnarstræti (göngugötuna) og inn að Samkomuhúsi. Þetta eru systkinin Laertes (Sigurður Þ. Líndal) og Ófelía (Arnbjörg Valsdóttir) að leggja af stað í reiðtúrinn. )

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar