128. löggjafarþing, sett

128. löggjafarþing, sett

Kaupa Í körfu

Alþingi Íslendinga, 128. löggjafarþing, var sett í gær að lokinni guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Halldór Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var á þingsetningarfundi endurkjörinn forseti Alþingis. Í ávarpi sínu sagði Halldór m.a. að þingstörfum lyki um miðjan mars eða um átta vikum fyrir áætlaðan kjördag, 10. maí. Myndatexti: Að lokinni guðsþjónustu í Dómkirkjunni gengu forseti Íslands, biskupinn yfir Íslandi, vígslubiskup í Skálholti, þingmenn og aðrir gestir fylktu liði til þinghússins eins og venja er við þingsetningu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar