Hörkutól - keppni

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Hörkutól - keppni

Kaupa Í körfu

Hörkutól fúlsa ekki við fiskaugum HÖRKUTÓL veigra sér ekki við að gleypa fiskaugu og háma í sig saltað selspik. Það er augljóst eftir gærdaginn en þá fór fram val á þátttakendum í keppnina Hörkutól. Til að sanna að hörkutól væru á ferð þurftu þátttakendur að snæða fremur óhefðbundið fæði, þ.e. fiskaugu og selspik. 236 manns sýndu keppninni upphaflega áhuga, en af þeim hafa nú verið valdir sex einstaklingar, þrjár konur og þrír karlar, sem munu taka þátt í Hörkutólinu sem fram fer 2. nóvember á Garðatorgi í Garðabæ. Matseðill gærdagsins gefur smjörþefinn af því sem koma skal í keppninni en þar verður líka keppt í áhættuþrautum. enginn myndatexti

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar