Bátur sekkur í Fossvogi

Bátur sekkur í Fossvogi

Kaupa Í körfu

Mannlaus eikarbátur sökk í gær í Nauthólsvík og voru Hjálparsveit skáta Kópavogi og Björgunarsveitin Ársæll kallaðar út um klukkan 13. Þær fengu þó ekkert að gert þegar þær komu á vettvang þar sem báturinn var þegar sokkinn. Báturinn var afskrifaður og hafði ekki verið notaður lengi, en hét áður Ólafur GK, smíðaður árið 1945 í Danmörku. Báturinn situr á sjávarbotni með stýrishúsið upp úr sjó. Ekki liggur fyrir hvenær bátnum verður lyft af sjávarbotni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar