Alþjóðleg ráðstefna um geðrækt og forvarnir

Júlíus Sigurjónsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Alþjóðleg ráðstefna um geðrækt og forvarnir

Kaupa Í körfu

Rástefnan fjallaði um geðrækt og forvarnir geð- og hegðunarvanda. Lögð var áhersla á þvermenningarlega samvinnu á sviði vísinda, stefnumótunar og áætlanagerðar. Meðal um 300 þátttakenda voru Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, verkefnisstjóri Geðræktar, Guðbjörg Sveinsdóttir, forstöðumaður Vinjar, athvarfs Rauða kross Íslands fyrir geðfatlaða, Herdís Hólmsteinsdóttir, forstöðumaður sambýlis fyrir geðfatlaða á vegum svæðisskrifstofu um málefni fatlaðra í Reykjavík, Salbjörg Bjarnadóttir, verkefnisstjóri hjá Landlæknisembættinu, og Unnur Heba Steingrímsdóttir, verkefnisstjóri á geðsviði hjúkrunar á Landspítala-háskólasjúkrahúsi. Sóttu þær ráðstefnuna fyrir hönd sinna vinnustaða. Þar var fjallað um forvarnir á öllum lífsskeiðum. Myndatexti: Þær sóttu ráðstefnuna. Frá vinstri: Herdís Hólmsteinsdóttir, Unnur Heba Steingrímsdóttir, Guðbjörg Sveinsdóttir, Dóra Guðrún Guðmundsdóttir og Salbjörg Bjarnadóttir

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar