Sálumessa Tónleikar

Sálumessa Tónleikar

Kaupa Í körfu

Tómas Tómasson bassi meðal einsöngvara í Sálumessu Mozarts á tónleikum Sinfóníunnar "Sinfóníuhljómsveit Íslands er gott band" ... Enn í dag er Sálumessa Mozarts talin eitt mesta meistaraverk tónbókmenntanna og þykir það jafnan viðburður þegar hún er flutt. Söngsveitin Fílharmónía og Selkórinn fluttu verkið með Fílharmóníusveit Pétursborgar í sal hljómsveitarinnar, einum frægasta tónleikasal í heimi, í síðustu viku í vel heppnaðri tónleikaferð kóranna í austurveg. Nú verður verkið flutt aftur, en að sjálfsögðu með Sinfóníuhljómsveit Íslands, og það verður stjórnandi Fílharmóníu og aðstoðarhljómsveitarstjóri sinfóníunnar, Bernharður Wilkinson, sem stjórnar. Einsöngvarar á tónleikum Sinfóníuhljómsveitarinnar í kvöld og annað kvöld verða Hulda Björk Garðarsdóttir sópran, Sesselja Kristjánsdóttir alt, Gunnar Guðbjörnsson tenor og Tómas Tómasson bassi. MYNDATEXTI. Sinfóníuhljómsveit Íslands, einsöngvarar, Söngsveitin Fílharmónía og Selkórinn á æfingu fyrir tónleikana.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar