ÍSÍ fær gjöf frá Kanada - Eiður og Ellert

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

ÍSÍ fær gjöf frá Kanada - Eiður og Ellert

Kaupa Í körfu

ÍSÍ fær minnispening um Fálkana ÍÞRÓTTA- OG ólympíusamband Íslands hefur fengið minnispening um vestur-íslenska íshokkíliðið Fálkana að gjöf vegna stuðnings sambandsins við alþjóðlegt íshokkímót í Kanada, sem var tileinkað Fálkunum. Alþjóðlegt íshokkímót fyrir 17 ára og yngri fór fram í Manitoba um liðin áramót og var það tileinkað fyrstu Ólympíumeisturunum í greininni. Fálkarnir fengu fyrstu gullverðlaunin, en þeir kepptu fyrir hönd Kanada árið 1920. Allir leikmenn liðsins utan einn voru af annarri kynslóð Íslendinga í Winnipeg og þegar óskað var eftir stuðningi ÍSÍ við mótið um áramótin sendi sambandið stóran bikar til keppninnar. MYNDATEXTI: Eiður Guðnason sendiherra, aðalræðismaður í Winnipeg, afhenti Ellert B. Schram, forseta ÍSÍ, gjöfina í gær.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar