Barnaþing 6. bekkinga í Grafarvogi

Jim Smart

Barnaþing 6. bekkinga í Grafarvogi

Kaupa Í körfu

Barnaþing voru haldin í sjöttu bekkjum allra grunnskóla Grafarvogs í gær "Góður vinur lætur manni líða vel" KRAKKARNIR í Rimaskóla væru alveg til í að hafa kvikmyndahús í hverfinu sínu og ekki væri verra ef stutt væri í keilu. Þau eru annars sátt við hverfið sitt og skólann segja þau frábæran. .......... Hvað erum við án vina? Krakkarnir í 6. B fjölluðu um vináttuna í sínum verkefnum, gildi hennar og nauðsyn. Í einum hópnum kom m.a. fram að góður vinur stríðir ekki, hann hlustar og er jákvæður. "Góður vinur vill gera eitthvað með manni og skilur ekki út undan," kom m.a. fram í niðurstöðum eins hópsins. "Hlutverk vinarins er að manni líði vel með honum. Án vina erum við einmana." MYNDATEXTI. Allir krakkarnir fengu bol sem á stóð "Barnaþing í Grafarvogi" í tilefni dagsins.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar