ÍR - Þór Akureyri 33:29

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

ÍR - Þór Akureyri 33:29

Kaupa Í körfu

Einar Hólmgeirsson, ÍR-ingur, sendir einn af þrumufleygum sínum í átt að marki Þórsara. Hörður Sigþórsson reynir að stöðva hann og Aigars Lazdins fylgist grannt með. ÍR-ingar höfðu betur í viðureign liðanna í gærkvöldi, sigruðu 33:29. ÍR-INGAR stöðvuðu sigurgöngu Þórsara í gærkvöld með all sannfærandi sigri í Austurbergi, 33:29. Norðanmenn höfðu unnið fjóra síðustu leiki sína á nokkuð afgerandi hátt, eftir nauman ósigur í fyrstu umferðinni, en þeir mættu ofjörlum sínum í Breiðholtinu að þessu sinni. Liðin eru nú jöfn að stigum í þriðja og fjórða sætinu og virðast bæði hafa burði til að slást í efri hluta 1. deildarinnar í vetur. Miðað við þennan leik virðast ÍR-ingar þó líklegri til afreka og sem fyrr eru þeir erfiðir heim að sækja og hafa unnið alla heimaleiki sína til þessa.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar