Sigur Rós

Sverrir Vilhelmsson

Sigur Rós

Kaupa Í körfu

Senn líður að útkomu þriðju breiðskífu Sigur Rósar, sem titluð er ( ). Glöggir borgarbúar hafa kannski veitt undarlegum veggskreytingum athygli að undanförnu: svört, úðuð mynd af ungum dreng sem gengur í svefni. Þetta er ein af myndum þeim sem prýða plötuna nýju og hefur hún verið að birtast á hinum og þessum veggjum bæjarins. Jón Þór söngvari viðurkennir í viðtali við breska blaðið The Telegraph (þar sem hann er reyndar kallaður Jön Por) að hafa sprautað mynd af þessum svefngengli á veggi borgarinnar að undanförnu. Myndatexti: Skreytingin umrædda. Hvaðan koma þær?

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar