Flensborgarskóli

Sverrir Vilhelmsson

Flensborgarskóli

Kaupa Í körfu

Bæjarstjóri Hafnarfjarðar hefur óskað eftir því við menntamálaráðherra að bygginganefnd vegna stækkunar Flensborgarskóla verði skipuð hið fyrsta. Hönnuðir skólahússins, sem reist var árið 1971, segja verksamning frá þeim tíma um hönnun annars áfanga skólans enn í gildi en að sögn bæjarstjóra gæti stækkunin orðið á öðrum nótum en þá var áætlað. Ný forsögn að stækkuninni var unnin af öðrum aðilum en þeim sem hönnuðu húsið upphaflega en ekki er búið að taka ákvarðanir um hver mun hafa sjálfa hönnunina með höndum. Myndtatexti: Fyrri áfangi verðlaunatillögu Ormars Þórs Guðmundssonar og Örnólfs Hall var byggður árið 1971 en seinni áfanginn hefur ekki risið þrátt fyrir að hafa verið hannaður um leið. Til vinstri er bygging Guðjóns Samúelssonar en nú standa yfir viðgerðir á henni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar