Svöluhraun 19 heimili fyrir fatlaða

Svöluhraun 19 heimili fyrir fatlaða

Kaupa Í körfu

Húsnæðismál fatlaðra af gamla Kópavogshælinu leyst Fyrsta heimilið af fimm afhent í Hafnarfirði NÝTT heimili í Hafnarfirði fyrir fatlaða var í gær afhent Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Reykjanesi til rekstrar. Heimilið, sem er við Svöluhraun, er hið fyrsta af fjórum sem byggt er fyrir fjármagn úr hússjóði Öryrkjabandalags Íslands, ÖBÍ, auk þess sem byggja á eitt til viðbótar af Framkvæmdasjóði fatlaðra. Heimilin munu samkvæmt samningi frá byrjun ársins milli félagsmálaráðherra og heilbrigðisráðherra taka við þeim tuttugu fötluðu einstaklingum sem hafa búið á Landspítalanum í Kópavogi, áður Kópavogshæli MYNDATEXTI. Margir góðir gestir voru viðstaddir afhendingu heimilisins í Hafnarfirði, m.a. frá Hafnarfjarðarbæ og Öryrkjabandalagi Íslands. ( Nýtt vistheimili fyrir fatlaða )

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar