Agnes Eydal líffræðingur hjá Hafró

Agnes Eydal líffræðingur hjá Hafró

Kaupa Í körfu

Þetta var vissulega ákveðin upplifun. Ég var að sjálfsögðu eina konan um borð og það var í raun visst vandamál," segir Agnes Eydal m.a. um ferð sína með japönsku túnfiskveiðiskipi langt suður af landinu í haust. FIMM starfsmenn Hafrannsóknastofnunar hafa að undanförnu verið um borð í jafnmörgum japönskum túnfiskveiðiskipum sem hafa verið á tilraunaveiðum á túnfiski innan landhelginnar suður af landinu í samvinnu við stofnunina. Tvö skipanna eru komin í land og á öðru þeirra var Agnes Eydal, líffræðingur og rannsóknamaður hjá Hafrannsóknastofnun. Agnes sagði við Morgunblaðið að ferðin, sem tók tæpar fjórar vikur, hefði verið einkar fróðleg en jafnframt erfið.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar