Varðskipið Þór

Varðskipið Þór

Kaupa Í körfu

GAMLA varðskipið Þór, sem flestir muna eftir í hefðbundnum gráum lit, hefur heldur betur tekið stakkaskiptum. Búið er að mála skipið í gylltum lit og er það á leið til Bretlands þar sem það mun m.a. verða notað undir skemmtistað. Eigendaskipti urðu á því fyrir nokkru en undanfarin ár hefur verið starfræktur veitingastaður í skipinu auk þess sem sett var upp sögusýning um Landhelgisgæsluna og þorskastríðin um borð í því fyrir nokkrum árum. Varðskipið Þór þjónaði Landhelgisgæslunni til margra ára og var í sviðsljósinu í tengslum við útfærslu landhelginnar á sínum tíma. Þá var skipið einnig um tíma notað af Björgunarskóla sjómanna og hét þá Sæbjörg.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar