Gullfoss

Morgunblaðið /Ragnar Axelsson

Gullfoss

Kaupa Í körfu

ÞÓTT kólnað hafi í veðri hefur Vetur konungur ekki náð að leggja bönd á Gullfoss enda beljandi atorka í þeim síðarnefnda. Mannskepnan finnur svo sannarlega fyrir smæð sinni hjá þessum kröftuga öldungi, sem sjálfur er nokkurs konar konungur íslenskra fossa. Að minnsta kosti má maðurinn, sem stendur á syllu við fyssandi strauminn, sín lítils í þessu mikla sjónarspili náttúrunnar. Það er því öruggast að hafa hægt um sig þegar menn hætta sér svona nærri þeim frumöflum sem þarna eru að verki.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar