Muggur

Jim Smart

Muggur

Kaupa Í körfu

Leikverkið, sem Kómedíuleikhúsið æfir nú af vestfirskum krafti, heitir einfaldlega Muggur og segir stutta en merka sögu listamannsins Guðmundar Thorsteinsson er kallaður var Muggur. Höfundur draumsins um þessa litlu, stóru sýningu er Elfar Logi Hannesson og skrifar hann sjálfur handritið ásamt Vigdísi Jakobsdóttur sem jafnframt leikstýrir. Elfar Logi túlkar Mugg, sem og allar aðrar persónur sýningarinnar, með fátt annað að vopni en einn vasaklút og eina krít. Leikmyndin er aftur á móti hreyfanleg og með leikhúsgaldri er farið víða um lönd og fram og aftur í tíma á þeim klukkutíma sem sýningin varir. Myndatexti: Dálítilli hreyfimynd um Dimma-limm og prinsinn verður varpað á leikmyndina. Oliver Másson og Björg Katerine Jónsdóttir Blöndal við tökur í Elliðaárdalnum. Elliðaárdalur. Kvikmynd eftir Ragnar Bragason.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar