Þjóðminjasafnið Gamlar ljósmyndir

Þjóðminjasafnið Gamlar ljósmyndir

Kaupa Í körfu

Starfsmenn myndadeildar Þjóðminjasafnsins unnu að því í vikunni að ganga frá gömlum íslenskum ljósmyndum til sendingar til Rússlands, en myndirnar verða hluti af sýningu sem opnuð verður í Ljósmyndasafninu í Moskvu hinn 5. nóvember næstkomandi. Um er að ræða samvinnuverkefni tveggja íslenskra stofnana, Þjóðminjasafns Íslands og Listasafns Reykjavíkur, við Moskow House of Photography, sem er þjóðarljósmyndasafn Rússlands. Myndatexti: Ívar Brynjólfsson hjá myndadeild Þjóðminjasafns Íslands pakkar hér gömlum ljósmyndum til farar á sýningu á íslenskri ljósmyndalist í Ljósmyndasafninu í Moskvu. Á annað hundrað myndir, sem flestar eru frumprentanir, verða sendar á sýninguna.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar