Minningarathöfn um Hermann Pálsson

Minningarathöfn um Hermann Pálsson

Kaupa Í körfu

Minningarathöfn um Hermann Pálsson, fyrrverandi prófessor, var haldin í Háteigskirkju í gær að viðstöddu fjölmenni. Sr. Arngrímur Jónsson flutti minningarræðuna. Hermann Pálsson lést af völdum slyss í Búlgaríu hinn 11. ágúst sl. Hann var kvaddur í Edinborg 28. ágúst sl. að viðstöddu í fjölmenni. Í Edinborg kenndi Hermann íslensk fræði um árabil, fyrst sem lektor við Edinborgarháskóla en síðar sem prófessor. Hann var einnig heiðursdoktor við Háskóla Íslands. Eftir hann liggja fjölmörg rit um íslensk fræði.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar