Styrktartónleikar vegna flóða í Tékklandi

Styrktartónleikar vegna flóða í Tékklandi

Kaupa Í körfu

Styrktartónleikar Neyðarhjálp úr norðri TÓNLEIKAR til styrktar þeim sem urðu illa úti í flóðunum í Tékklandi fyrr á árinu verða haldnir á Broadway næstkomandi sunnudag, 27. október, en það er útvarpskonan kunna, Anna Kristine Magnúsdóttir, sem stendur fyrir þessari söfnun. Yfir 200 listamenn muna koma fram á tónleikunum, bæði frá Íslandi og Tékklandi, þar á meðal Stuðmenn, Geir Ólafsson og Big Band, Páll Óskar Hjálmtýsson og Monika Abendroth, Milljónamæringarnir, Gospelsystur Reykjavíkur undir stjórn Margrétar Pálmadóttur, Petr Muk, Michaela og Olga Barduhka og fleiri. MYNDATEXTI: Anna Kristine Magnúsdóttir, þriðja til hægri, ásamt listamönnum fyrir utan gistihúsið Kríunes við Elliðavatn. Leiðrétting 20021025: Styrktartónleikar Í frétt um tónleika til styrktar fórnarlömbum flóðanna í Tékklandi, sem fram fara á Broadway á sunnudaginn, eru tvær meinlegar villur. Í fyrsta lagi kann að vera óljóst í fréttinni að Barduka er í raun íslenskur kvartett og í öðru lagi eru rangar upplýsingar um hvert hægt er að snúa sér ef vilji er til að styðja fórnarlömb Tékklandsflóðanna með beinum fjárframlögum. Hið rétta er að hægt er að leggja inn á tékkareikning númer 72000 í aðalbankaútibúi Búnaðarbanka. Aðstandendur söfnunarinnar eru beðnir velvirðingar á villunum. (Tónlistarfólk er tekur þátt í styrtartónleikum vegna flóðanna í Tékklandi í sumar)

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar