Kínversk leikfimi Heilsudrekinn

Kínversk leikfimi Heilsudrekinn

Kaupa Í körfu

FJARSKA heyrist fuglasöngur og niður í haföldum sem brotna við ströndina. Alger slökun. Við þessar aðstæður svífur hugurinn eitthvað út í buskann og auðvelt að láta sér renna í brjóst. En svo hefjast teygjurnar og mjúkur limaburðurinn, sem þessi hugræna kínverska teygjuleikfimi byggist á. Leiðbeinandinn, Dong Qing Guan, segir að þessar æfingar séu blanda af nútíma leikfimi og hefðbundinni kínverskri leikfimi sem á sér aldagamla sögu. "Hún byggist á afslöppuðum og mjúkum hreyfingum, sem þjálfa bæði líkama og huga og eflir því bæði líkamlegt og andlegt heilbrigði," segir Qing. Myndatexti: Tai Fengwen leiðbeinir íslenskum iðkendum hinnar fornu kínversku bardagalistar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar