Nýsköpunarkeppni grunnskólanna

Nýsköpunarkeppni grunnskólanna

Kaupa Í körfu

FYRSTA nýsköpunarkeppni grunnskólanna var haldin á Íslandi árið 1992 og bárust þá 75 hugmyndir. Ellefta keppnin var haldin í ár og barst 2.741 hugmynd. Í fyrra bárust reyndar um 3.000 hugmyndir. Keppnin hefur því vaxið og dafnað með tilstyrk frumkvöðla á sviði nýsköpunarkennslu hér á landi. Þeir hafa gefið vinnu sína við að fara yfir allar hugmyndir og meta hvort þær eigi erindi á verðlaunapall og jafnvel lengra, þ.e. í nýnæmisathuganir eða umsókn um einkaleyfi. Myndatexti: Talklukka, ein af hugmyndunum sem bárust í nýsköpunarkeppni grunnskólanna, eftir Valdísi Steinarsdóttur í 6. GG í Háteigsskóla. Hugsuð fyrir blinda eða sjónskerta. (Kennaraháskólinn nýsköpunarkeppni)

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar