Samson eignarhaldsfélag

Samson eignarhaldsfélag

Kaupa Í körfu

Einhver umtöluðustu viðskipti ársins voru kaup Samsonar eignarhaldsfélags ehf. á 45,8% hlut í Landsbanka Íslands hf. Söluverðið var rúmir 12,3 milljarðar króna. Hér ræða eigendur Samsonar, feðgarnir Björgólfur Guðmundsson og Björgólfur Thor Björgólfsson og félagi þeirra Magnús Þorsteinsson, við blaðamenn eftir að samkomulag við einkavæðingarnefnd var frágengið. Kaupverð bankans verður að fullu greitt í Bandaríkjadölum og einkum nýtt til greiðslu erlendra skulda ríkissjóðs. Eftir þessi viðskipti verður eignarhlutur ríkisins í Landsbankanum um 2,5%. Samson eignarhaldsfélag stefnir að því að efla þjónustu Landsbanka Íslands og fjölga viðskiptavinum bankans, jafnt hér á landi sem erlendis. Magnús Þorsteinsson, Björgólfur Thor Björgólfsson og Björgólfur Guðmundsson, eigendur Samsonar eignarhaldsfélags.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar