Gljúfrasteinn

Einar Falur Ingólfsson

Gljúfrasteinn

Kaupa Í körfu

Yfir skenknum í borðstofunni hangir málverk eftir Svavar Guðnason. Til vinstri eru silfurkönnur, þá aftari gáfu vinnufélagar Auðar á Landspítalanum henni í brúðkaupsgjöf en hina keypti Halldór. Saga silfurskálarinnar fyrir miðju segir Auður sérkennilega. Þegar Halldór sigldi í fyrsta sinn til útlanda eftir að Heimsstyrjöldinni síðari lauk fór hann til Kaupmannahafnar. Þar hitti hann konu sem þekkti Jón Helgason prófessor, hún var frá einu Eystrasaltslandanna, var ákafur aðdáandi Halldórs og vildi þýða verk eftir hann. Hún var vistmaður á taugahæli. Hjá Jóni sá hún skömmu síðar í dönsku dagblaði mynd af Gljúfrasteini, en húsið var þa nýbyggt og algjört berangur umhverfis. Konunni var mikið um við að sjá hvernig umhorfs var hjá skáldinu og í kjölfarið fyrirfór hún sér. Skömmu síðar hafði lögfræðingur samband við Halldór og saði konuna hafa ánafnað honum þessari skál í erfðaskrá sinn; Jón Helgason arfleiddi hún að ljósakrónu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar