Gljúfrasteinn

Einar Falur Ingólfsson

Gljúfrasteinn

Kaupa Í körfu

INNANSVEITARKRONIKA er margs konar bók og leynir einatt á sér. Leiða má að því getum að væri hún eftir annan en Halldór Laxness hefði hún dæmst misheppnuð eða að minnsta kosti lítt heppnuð. Ég skal reyna að skýra þetta. Höfundurinn er að skrifa kroniku og hefur til þess fullan rétt. Það gefur honum mörg tækifæri, m. a. að vaða úr einu í annað, setja hlið við hlið smávægilega atburði og stórtíðindi. MYNDATEXTI: Herbergi Halldórs Laxness. Annað rúm og minna en það sem Halldór átti er þar núna. Útgengt er á svalirnar. Í horninu til vinstri er meðal annars mynd af bænum Melkoti, sem var fyrirmyndin að Brekkukoti í skáldsögu Halldórs. Þá er þar málverk Nínu Tryggvadóttur af ungri konu, skjal sem Jóhannes Páll páfi II færði Halldóri þegar hann kom til Íslands, ljósmynd af Halldóri ungum, æskuteikning Halldórs af Byron lávarði og málverk Louisu Matthíasdóttur af Erlendi í Unuhúsi.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar