Í skóm drekans forsýning

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Í skóm drekans forsýning

Kaupa Í körfu

ÞAÐ má með sanni segja að biðin eftir sýningu heimildarmyndarinnar Í skóm drekans hafi verið löng og ströng. Myndin fylgir leið Hrannar Sveinsdóttur, sem jafnframt er höfundur og leikstjóri myndarinnar ásamt Árna bróður sínum, inn í keppnina Ungfrú ísland.is. Myndin var sett í lögbann í vor - vegna ásakana um brot á friðhelgi einkalífsins - en því var svo létt fyrir stuttu og full sátt í höfn. Skemmst er frá því að segja að aðalsalur Háskólabíós var sneisafullur á miðvikudagskvöldið og var myndinni vel fagnað í lokin. Myndatexti: Böðvar Bjarki skeggræðir við Guðjón sýningarmann.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar