Melaskóli .Verðlaunaafhending

Jim Smart

Melaskóli .Verðlaunaafhending

Kaupa Í körfu

Nefið á honum er gríðarlega stórt og hann hnusar út í loftið. Það er Gáttaþefur sem þarna er á ferð eins og hann kemur fyrir sjónir manna á jólasveinaskeiðinni í ár en hönnuður hennar er Arna María Kristjánsdóttir, nemandi í 7. bekk Melaskóla, sem tók við viðurkenningu fyrir verkið í Melaskóla í gær. Þetta er í áttunda skiptið sem efnt er til samkeppni meðal 11-12 ára grunnskólabarna á Reykjavíkursvæðinu um hönnun jólasveinaskeiðarinnar en það er Gull- og silfursmiðjan Erna sem framleiðir skeiðina. Áður hafði fyrirtækið útbúið þrjár skeiðar eftir gömlum mótum sem fundust í fyrirtækinu. Verkefnið er unnið í samvinnu við Fræðslumiðstöð Reykjavíkur og Félag íslenskra myndlistarmanna. Myndatexti: Arna María Kristjánsdóttir verðlaunahafi og Ragnhildur Sif Reynisdóttir, gullsmiður hjá Gull- og silfursmiðjunni Ernu, við verðlaunaafhendinguna í Melaskóla gær.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar