Ari James og Benedikt Ingi Ármannsson

Sverrir Vilhelmsson

Ari James og Benedikt Ingi Ármannsson

Kaupa Í körfu

Samstarfssamningur um Mentor-verkefnið Vináttu undirritaður í Háskóla Íslands í gær Benedikt Ingi Ármannsson og Ari James eru góðir vinir. Þeir bralla ýmislegt saman, fara t.d. í sund eða tala um lífið og tilveruna. Þeir hafa þekkst síðan í haust og reyna að hittast einu sinni í viku og gera þá eitthvað skemmtilegt sem þeim dettur í hug. Þessi lýsing á eflaust við um fleiri vini, en það sem er óvenjulegt við vináttu Benedikts og Ara er að sá fyrrnefndi er háskólanemi en Ari er átta ára nemandi í Austurbæjarskóla. Þeir eru þátttakendur í Mentor-verkefninu Vináttu sem Velferðarsjóður barna vinnur að í samstarfi við Háskóla Íslands og Kennaraháskóla Íslands, en í gær undirrituðu fulltrúar þessara aðila samstarfssamning um verkefnið til ársins 2004. MYNDATERXTI: Ari James og Benedikt Ingi Ármannsson tala stundum saman um lífið og framtíðaráformin. Þeir taka þátt í Mentor-verkefninu Vináttu. ( Ari og Benedikt Mentor-verkefnið )

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar