Reykjavíkurflugvöllur endurbættur

Reykjavíkurflugvöllur endurbættur

Kaupa Í körfu

Reykjavíkurflugvöllur er á 64º 07' 47'' N og 21º 55' 56'' V og er staðsetningin skráð á hnitastein, sem Sturla Böðvarsson samgönguráðherra afhjúpaði við flugstjórnarmiðstöðina við Reykjavíkurflugvöll fyrir helgi. Steinninn var unninn hjá Steinsmiðju S. Helgasonar hf., en á plötu, sem Geislatækni gerði, kemur meðal annars fram að Reykjavíkurflugvöllur sé vagga flugs á Íslandi og að hann hafi verið endurbyggður 1999 til 2002. MYNDATEXTI: Sturla Böðvarsson samgönguráðherra og Þorgeir Pálsson flugmálastjóri við steininn eftir afhjúpunina. ( Hátíðahöld eftir Lagfæringu á Reykjavíkurflugvelli )

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar