Haustþing ungs fólks á Austur-Héraði

Steinunn Ásmundsdóttir

Haustþing ungs fólks á Austur-Héraði

Kaupa Í körfu

Haustþing ungs fólks á Austur-Héraði var nýlega haldið undir yfirskriftinni "Lífið er eins og konfektkassi - eða félagsaðstaða ungs fólks á aldrinum 16-25 ára á Héraði. Hvar viljum við vera og hvað viljum við gera?" Er þar vísað til þess að í lífsins konfektkassa bragðist molarnir misjafnlega vel og þó vel sé meint að rétta ungu fólki ákveðna mola, henti þeir því ef til vill ekki og það vilji heldur fá að velja sjálft. Þingið sátu rúmlega 60 manns á ýmsum aldri, en auk unga fólksins og annarra áhugasamra, komu til skrafs og ráðagerða bæjarfulltrúar og embættismenn á Austur-Héraði. Sérstakir gestir þingsins voru Ásta Möller þingmaður, en hún er formaður starfshóps menntamálaráðuneytis um félags- og tómstundastarf ungs fólks og Jón Gunnar Bernburg, starfsmaður hópsins. Myndatexti: Haustþing ungs fólks á Austur-Héraði hvatti bæjarstjórnina til dáða. From: "Steinunn Ásmundsdóttir & Þorsteinn Steinþórsson" Subject: þing.jpg,þing2.jpg

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar