Fundur um Þjórsárver

Fundur um Þjórsárver

Kaupa Í körfu

Fjölmennur baráttufundur í Austurbæjarbíói til varnar Þjórsárverum. Lýst er eindreginni andstöðu við fyrirhugaðar virkjunarframkvæmdir með gerð uppistöðulóns í Þjórsárverum í yfirlýsingu sem samþykkt var á fjölmennum baráttufundi gegn framkvæmdunum, sem haldinn var í Austurbæjarbíói í gærkvöldi. Hvert sæti var skipað í salnum og varð fjöldi manns frá að hverfa. Myndatexti: Hvert sæti var skipað á fundinum í Austurbæjarbíói. Á myndinni má sjá Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands. Við hlið hennar eru Baldvin Halldórsson leikari, sem fór með tvö ljóð á fundinum, Þóra Ellen Þórhallsdóttir prófessor og Árni Finnsson, framkvæmdastjóri Náttúruverndarsamtaka Íslands.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar