Borgarleikhúsið - Samlestur - Hópmynd

Borgarleikhúsið - Samlestur - Hópmynd

Kaupa Í körfu

Söngleikurinn Sól & Máni æfður í Borgarleikhúsinu ÆFINGAR eru hafnar á nýjum íslenskum söngleik, Sól & Mána, eftir Sálina hans Jóns míns og Karl Ágúst Úlfsson og er frumsýningin fyrirhuguð 11. janúar á 106. afmælisdegi Leikfélags Reykjavíkur./Hljómsveitin Sálin hans Jóns míns með Stefáni Hilmarssyni mun spila í sýningunni, en það eru leikararnir Arnbjörg Hlíf Valsdóttir, sem mun fara með hlutverk Sólar, en Bergur Þór Ingólfsson leikur Mána. Arnbjörg útskrifaðist sl. vor úr leiklistardeild listaháskólans og hefur farið með hlutverk Ófelíu hjá Leikfélagi Akureyrar í sýningunni á Hamlet nú í haust. Aðrir leikarar eru Björn Ingi Hilmarsson, Ellert A. Ingimundarson, Guðmundur Ólafsson, Jóhanna Vigdís Arnardóttir, Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Sveinn Þór Geirsson, Valur Freyr Einarsson. Dansarar eru Guðmundur Helgason, Guðmundur Elías Knutsen, Katrín Ingvadóttir, Katrín Johnson, Tinna Grjetarsdóttir, Peter Anderson, Valgerður Rúnarsdóttir. Leikstjóri er Hilmar Jónsson og tónlistarstjórar Jón Ólafsson/Guðmundur Jónsson (í Sálinni). Leikmynd hannar Finnur Arnar Arnarsson, búninga Þórunn María Jónsdóttir og um lýsingu sér Elfar Bjarnason. MYNDATEXTI: Leikarar, dansarar og aðstandendur söngleiksins Sól & Máni saman komin í Borgarleikhúsinu á fyrstu æfingunni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar