Barnaspítali Hringsins - Heimsókn leikara

Sverrir Vilhelmsson

Barnaspítali Hringsins - Heimsókn leikara

Kaupa Í körfu

Frægir leikarar í heimsókn á barnaspítalanum BÖRNIN á Barnaspítala Hringsins réðu sér mörg hver ekki fyrir kæti í vikunni en þá fengu þau góða gesti, enga aðra en gamanleikarana Jóhann G. Jóhannsson og Felix Bergsson. Þeir brugðu á leik með börnunum og sögðu þeim sögur. Að sögn Jóhanns voru viðbrögðin afskaplega góð. Þeir Felix sungu, léku og spjölluðu við börnin um danska rithöfundinn H.C. Andersen, en tilefnið var að hafnar eru sýningar á söngleiknum Honk! í Borgarleikhúsinu. MYNDATEXTI: Jóhann G. Jóhannsson og Felix Bergsson skemmtu börnum á Barnaspítala Hringsins nýlega. (Barnaspítali Hringsins, Felix Bergsson ofl. skemmta börnum)

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar