Sigbjörn Sigurðsson fiskeldisfræðingur

Sigbjörn Sigurðsson fiskeldisfræðingur

Kaupa Í körfu

SAGT er að sumar konur séu veikar fyrir mönnum í einkennisfötum. Um sannleiksgildi þess skal ósagt látið en víst er að á stríðsárunum kom hernámsliðið róti á hugi fjölda íslenskra blómarósa og ef kona var staðin að því að leggja lag sitt við hermann var hún "komin í ástandið" eins og það var kallað. Seinna, þegar varnarliðið á Miðnesheiði hafði tekið við af hernámsliðinu, var sagt um stúlkurnar sem sáust í fylgd bandarísku hermannanna að þær væru "komnar í Kanann". Síðan hafa viðhorfin breyst og fordómarnir horfið smám saman, enda er hermennska nú eins og hver önnur atvinna, sem reyndar nýtur talsverðrar virðingar, enda kemst ekki hver sem er í bandaríska herinn nú til dags. Sjálfsagt má gantast með það að Sigbjörn Sigurðsson fiskeldisfræðingur hafi "farið í Kanann" þegar hann kynntist eiginkonu sinni, Karyn Behling, fyrir um það bil fimm árum, en hún var þá nýkomin til landsins til að sinna herþjónustu fyrir bandaríska herinn á Íslandi. Karyn er atvinnuhermaður, enda hefð fyrir því í fjölskyldu hennar að þjóna föðurlandinu með hermennsku. Myndatexti: Sigbjörn Sigurðsson fiskeldisfræðingur vonast til að fá starf í faginu í nýjum heimkynnum í Bandaríkjunum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar