Endurbygging gömlu húsanna á Selfossbænum

Sigurður Jónsson

Endurbygging gömlu húsanna á Selfossbænum

Kaupa Í körfu

Unnið er að endurbyggingu gömlu húsanna á Selfossbænum sem voru byggð eftir skjálftana 1896 "Við erum að þessu til þess að viðhalda upprunalegu húsunum en byggðin hér á Selfossi óx út frá þessum húsum, Selfossbæjunum, sem eru elstu íbúðarhúsin á Selfossi," sagði Erna Gunnarsdóttir sem ásamt eiginmanni sínum, Jóni Árna Vignissyni, vinnur að endurbyggingu Selfossbæjanna, Austur- og Vesturbæjar, í upprunalegri mynd þeirra. Erna er fædd í Vesturbænum og uppalin á "Hólnum", eins og þau nefna bæjarstæði Selfossbæjanna. Ætt Gunnars föður hennar hefur setið jörðina samfellt frá 1821 en hann er í 8. ættlið afkomandi Jóns Erlendssonar bónda á Selfossi 1703. Gunnar bjó í Vesturbænum til 1966 er hann flutti í nýbyggt hús, Selfoss I, aðeins vestar á Hólnum. Vesturbærinn og suðurhluti jarðarinnar er í eigu Gunnars en Austurbærinn og norðurhluti jarðarinnar í eigu Ernu. Selfossjörðin er landnámsjörð. Hana nam Þórir hersir Ásason en Þórishólar sem eru austan við Sjúkrahús Suðurlands eru nefndir eftir honum. MYNDATEXTI: Erna Gunnarsdóttir og Jón Árni Vignisson standa við Selfossbæinn ásamt dóttur sinni Steinunni Fjólu og Símoni Leví Héðinssyni. Símon ætlar einmitt að flytja í Vesturbæinn næsta vor ásamt Sigríði móður sinni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar