Heimdallur og Geir fjármálaráðherra

RAX/ Ragnar Axelsson

Heimdallur og Geir fjármálaráðherra

Kaupa Í körfu

Stjórn Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, afhenti í gær Geir H. Haarde fjármálaráðherra hugmyndabanka með sparnaðartillögum, sem ungir sjálfstæðismenn hafa unnið vegna frumvarps til fjárlaga. Fór afhendingin fram við styttu Ingólfs Arnarsonar. Í hugmyndabankanum eru hugmyndir um hvernig megi draga úr útgjöldum ríkissjóðs um tæpan fjórðung þannig að hægt verði að afnema eignarskatt, erfðafjárskatt, stimpilgjöld, tolla og vörugjöld og lækka skatta á einstaklinga án þess að draga úr útgjöldum til heilbrigðis- og menntamála.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar