Baltasar, Dorrit, Arnar og Lilja

Jim Smart

Baltasar, Dorrit, Arnar og Lilja

Kaupa Í körfu

Kvikmyndin Hafið var ótvíræður sigurvegari Edduverðlaunahátíðarinnar, uppskeruhátíðar Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar, ÍKSA. Verðlaunin voru veitt með viðhöfn í Þjóðleikhúsinu á sunnudagskvöldið og mætti fólk í sínu fínasta pússi til að fagna því sem best hefur verið gert í íslenskum kvikmyndum og sjónvarpi á árinu. Hafið hreppti átta verðlaun auk þess sem hún verður framlag Íslendinga til næstu Óskarsverðlauna. Hafið var valin bíómynd ársins og Baltasar Kormákur leikstjóri ársins fyrir sömu mynd. Baltasar tók einnig við verðlaunum fyrir handrit ársins fyrir myndina ásamt Ólafi Hauki Símonarsyni. MYNDATEXTI: Maður kvöldsins, Baltasar Kormákur, smellir kossi á kinn Dorritar Moussaieff. Baltasar og eiginkona hans, Lilja Pálmadóttir, tóku við verðlaununum af Dorrit og Arnari Jónssyni þegar Hafið var útnefnt kvikmynd ársins. Í kjölfarið var tilkynnt að myndin yrði ennfremur framlag Íslendinga til Óskarsverðlaunanna bandarísku.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar