Ritþing um Matthías Johannessen

Golli/ Kjartan Þorbjörnsson

Ritþing um Matthías Johannessen

Kaupa Í körfu

Undir himinhvolfi skáldskapar MATTHÍAS Johannessen er einna afkastamestur núlifandi rithöfunda hér á landi. Auk fjölbreytts efnis í blöðum og tímaritum hefur hann sent frá sér á sjötta tug verka - ljóðabækur, prósaverk, leikrit, ritgerðir, samtalsbækur og ævisögur, annast útgáfur og samið formála að ýmsum ritum, auk þýðinga. Matthías lauk cand.mag. prófi í norrænum fræðum frá Háskóla Íslands árið 1955 og stundaði um tíma nám í almennri bókmenntasögu og leiklistarfræði í Kaupmannahöfn. Árið 1951 hóf Matthías störf á Morgunblaðinu, hann var blaðamaður til ársins 1959 og síðan ritstjóri fram til ársbyrjunar 2001. MYNDATEXTI: Matthías Johannessen og Silja Aðalsteinsdóttir rabba saman á ritþinginu í Gerðubergi.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar