Kirkja og Íslandsvinir í Vesturheimi

Þorkell Þorkelsson

Kirkja og Íslandsvinir í Vesturheimi

Kaupa Í körfu

Kirkja og Íslandsvinir í Vesturheimi styrkja þýðingu Biblíunnar Séra Ingþór Indriðason Ísfeld, fyrrverandi prestur við Fyrstu lúthersku kirkjuna í Winnipeg í Manitoba-fylki í Kanada, afhenti í gær fyrir hönd kirkju og Íslandsvina í Vesturheimi Hinu íslenska Biblíufélagi 22.169 kanadíska dollara til styrktar nýrri þýðingu á Nýja testamentinu á Íslandi. Biskup Íslands, Karl Sigurbjörnsson, tók við ávísuninni, en upphæðin samsvarar um 1.240 þúsundum. "Ég tek við þessu með miklu þakklæti og bið þig að skila kærri kveðju til allra vina Íslands, þessara góðu gefenda, og sérstaklega til safnaðar Fyrstu lúthersku kirkjunnar," sagði hann við það tækifæri í Hallgrímskirkju, en biskupinn er jafnframt forseti Hins íslenska Biblíufélags. MYNDATEXTI: Séra Ingþór Ísfeld afhendir biskupi Íslands, Karli Sigurbjörnssyni, gjöfina, en Gunnur, eiginkona Ingþórs, stendur á milli þeirra. Fyrir aftan eru stjórnarmenn Hins íslenska Biblíufélags, frá vinstri: Sigurður Pálsson, Þórhildur Ólafs, Valgeir Ástráðsson, Guðni Einarsson, Arnfríður Einarsdóttir, Sigrún Ásgeirsdóttir, Jón Pálsson, framkvæmdastjóri Hins íslenska Biblíufélags, og Elsa Ásmundsdóttir, starfsmaður félagsins

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar