Afmælistónleikar Nýdanskrar

Afmælistónleikar Nýdanskrar

Kaupa Í körfu

Gleðin skein úr andlitum tónleikagesta á órafmögnuðum afmælistónleikum Nýdanskrar í Þjóðleikhúsinu í gær. Virtust þeir kunna vel að meta óhefðbundnar útgáfur eldri laga sveitarinnar. Hljómsveitin fagnar um þessar mundir fimmtán ára afmæli sínu og minntust liðsmenn sveitarinnar þeirra tímamóta í gær. Sérstakur gestur á tónleikunum var Daníel Ágúst Haraldsson, fyrrverandi söngvari í sveitinni. Þá söng Svanhildur Jakobsdóttir lagið "Sama tíma að ári" með Birni Jörundi Friðbjörnssyni. Í tilefni af afmælinu hefur hljómsveitin gefið út geisladiskinn Freistingar sem inniheldur vinsælustu og "vanmetnustu" lög sveitarinnar í órafmagnaðri útgáfu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar