KR - Skallagrímur 106:59

Þorkell Þorkelsson

KR - Skallagrímur 106:59

Kaupa Í körfu

HAUKAR, með Stevie Johnson í broddi fylkingar, léku ÍR-inga grátt á heimavelli sínum á Ásvöllum í úrvalsdeildinni í körfuknattleik í gærkvöldi. Hafnarfjarðarliðið sýndi litla gestrisni og sigraði með 26 stiga mun, 95:56, en fyrir leikinn voru liðin jöfn að stigum og allt útlit fyrir spennandi leik. Haukarnir gáfu tóninn strax í fyrsta leikhluta. Þeir náðu mest 15 stiga forskoti og sundurspiluðu ÍR-inga á köflum. Marel Guðlaugsson fór mikinn á þessum kafla. Fyrirliðinn skoraði 11 af fyrstu 20 stigum Haukanna og hann og félagar hans áttu hvað eftir annað greiða leið að körfunni framhjá hriplekri vörn ÍR-inga. Myndatexti: Skarphéðinn Ingason og Magnús Helgason úr KR berjast hér um frákast gegn Isaac Hawkins og Hafþóri Gunnarssyni úr Skallagrími (KR húsið)

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar