Landgræðsluverðlaun

Landgræðsluverðlaun

Kaupa Í körfu

Landgræðsla ríkisins afhenti í fyrradag landgræðsluverðlaunin 2002 í höfuðstöðvunum í Gunnarsholti. Verðlaunahafar eru fjórir: Ásgrímur Ásgrímsson og Árný Ragnarsdóttir á Mallandi á Skaga, Félag íslenskra atvinnuflugmanna, Landgræðslufélag Biskupstungna og Una Einarsdóttir, fiskverkakona á Breiðdalsvík. "Hlutverk landgræðsluverðlaunanna er að kynna og efla enn frekar það mikla sjálfboðaliðastarf sem unnið er að víðsvegar um landið. Þessi verðlaun eru veitt einstaklingum, félögum og fyrirtækjum fyrir framúrskarandi störf í þágu landgræðslu og gróðurverndar," sagði Sveinn Runólfsson, landgræðslustjóri, meðal annars við afhendinguna Myndtexti: Níels Árni Lund, frá landbúnaðarráðuneytinu, Una Einarsdóttir, Björn Guðmundsson flugstjóri, Ásgrímur Ásgrímsson og Árný Ragnarsdóttir á Mallandi, Þorfinnur Þórarinsson, formaður Landgræðslufélags Biskupstungna, og Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri eftir verðlaunaafhendinguna í Gunnarsholti.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar