Í Ráðherrabústaðnum

Þorkell Þorkelsson

Í Ráðherrabústaðnum

Kaupa Í körfu

Fulltrúar ríkisins og Landssambands eldri borgara undirrituðu í gær í Ráðherrabústaðnum samkomulag sem felur í sér tillögur um margþættar aðgerðir sem snúa að aðbúnaði og skipulagi öldrunarþjónustu og hækkun á greiðslum almannatrygginga sem koma til framkvæmda næstu tvö til þrjú árin. Á næsta ári munu útgjöld ríkisins vegna greiðslna í lífeyistryggingakerfið aukast um 1,6 milljarða króna og um einn milljarð árið 2004. Talið er að árlegur kostnaður ríkissjóðs vegna aðgerðanna verði um 5 milljarðar króna þegar þær eru að fullu komnar til framkvæmda árið 2005. Myndatexti: Benedikt Davíðsson og Davíð Oddsson innsigla samkomulagið að lokinni undirritun í Ráðherrabústaðnum í gær að viðstöddum Geir H. Haarde.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar