Iðnó Frjálshyggjufélagið samkeppni á matvörumarkaði Iðnó Frjálsh

Þorkell Þorkelsson Þorkell Þorkelsson

Iðnó Frjálshyggjufélagið samkeppni á matvörumarkaði Iðnó Frjálsh

Kaupa Í körfu

Mikil samkeppni ríkir á matvörumarkaði hér á landi að því er fram kom í erindum er flutt voru á fundi um þetta málefni á vegum Frjálshyggjufélagsins í gær. Haukur Örn Birgisson, formaður félagsins, Ólafur Teitur Guðnason blaðamaður og Ingimar Jónsson, forstjóri Kaupáss, héldu þessu fram. Þeir Haukur Örn og Ólafur Teitur sögðu báðir að ekkert hefði komið fram sem benti til þess að álagning á matvörur hafi hækkað á undanförnum árum né heldur að samkeppni hafi minnkað. Þeir vitnuðu báðir í úttekt sem GJ Fjármálaráðgjöf gerði fyrir Baug fyrr á þessu ári máli sínu til stuðnings. MYNDATEXTI: Haukur Örn Birgisson, Ólafur Teitur Guðnason, Ingimar Jónsson, Össur Skarphéðinsson og Jón Gnarr, sem var fundarstjóri á fundi Frjálshyggjufélagsins um samkeppni á matvörumarkaði.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar